

Halló
Velkomin á ljósmyndavefsíðuna mína Náttúruljósmyndir teknar af Jóhönnu Grétarsdóttir.
Flestar ljósmyndirnar eru af fuglum einfaldlega vegna þess að ég elska að vera umhverfis þá. Ég slaka svo vel á og er bara í núinu með fuglunum. Þó fylgir því á sama tíma ákveðin spenna að reyna að festa á ljósmynd ýmis smáatriði og sérstök augnablik sem við öllu jafna greinum ekki svo vel með berum augum en myndavél með aðdráttarlinsu gerir okkur kleift að frysta á mynd og skoða bestur.
Saga mín í stuttu máli er sú að ég er áhugaljósmyndari og hef verið það í tæp tuttugu ár. Kona sem komin er á sjötugsaldur en elskar enn að fara í stutta bíltúra eða lengri ferðalög eitthvað út í náttúruna að leika með myndavélina. Setjast svo niður við tölvuna þegar heim kemur og vinna úr myndunum sem allar eru teknar á RAW formati.
​
Nú er ég að láta gamlan draum um eigin ljósmyndavefsíðu rætast. Ég vona að þið sem hana sjáið njótið þess að skoða ljósmyndirnar mínar af Íslenskri náttúru.
Takk fyrir innlitið, kveðja Jóhanna Grétarsdóttir.
​
I'm always looking for new and exciting opportunities.
Let's connect.